Söluverðið 2,18 milljarðar

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air.
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air.

Söluverð WOW air nemur 2,18 milljörðum miðað við skráð hlutabréfaverð Icelandair í Kauphöllinni í dag. Icelandair tilkynnti um kaupin rétt í þessu. Verðið getur orðið hærra eða lægra eftir því hvernig staða WOW air verður metin í áreiðanleikakönnun. Með kaupunum eignast eigendur WOW air 272.341.867 hluti í Icelandair, eða sem nemur 5,4% hlut í Icelandair group.

Þar af eru 178.066.520 hlutir eða sem nemur 3,5% hlutafjár gagngjald fyrir hið selda hlutafé. Það gagngjald getur hækkað í 4,8% og lækkað í 0,0% út frá ákveðnum forsendum í tengslum við áreiðanleikakönnun.

Seljendur hafa skuldbundið sig til að halda hlutum sínum í Icelandair Group í a.m.k. 6 mánuði og helmingi hlutanna í a.m.k. 6 mánuði til viðbótar.  

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK