Lækka eftir mikla hækkun í gær

Hlutabréf í Icelandair group hafa lækkað um 2% í 756 milljóna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Kemur þetta í kjölfarið á 39% hækkun bréfanna í gær eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW air.

Í morgun komu einnig upplýsingar um flutningatölur Icelandair í október, en samkvæmt því var sætisnýting í október lægri en á sama tíma í fyrra. Þá var einnig herbergjanýting á hótelum samstæðunnar verri en í fyrra og fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect lægri en í fyrra. Fraktflug hefur hins vegar aðeins aukist.

Mesta hækkun í Kauphöllinni í dag er hjá Reitum og HB Granda sem hafa hækkað um tæplega 1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK