Vöruskiptin óhagstæð um 11,7 milljarða

Vöruskiptin í október voru óhagstæð um 11,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir október. Fob-verðmæti vöruútflutnings nam 61,4 milljörðum króna og fob-verðmæti vöruinnflutnings 73,1 milljarði króna. 

Í október 2017 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 6,9 milljarða króna á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn í október 2018 var því 4,8 milljörðum króna meiri en á sama tíma árið áður. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 11,8 milljörðum króna samanborið við 8,2 milljarða króna halla í október 2017.

Í október 2018 var verðmæti vöruútflutnings 5,6 milljörðum króna hærra en í október 2017 eða 10,1% á gengi hvors árs. Hækkunina á milli ára má að mestu rekja til aukins verðmætis í útflutningi sjávarafurða.

Verðmæti vöruinnflutnings í október 2018 var 10,4 milljörðum króna hærra en í október 2017 eða 16,7% á gengi hvors árs. Munurinn á milli ára skýrist aðallega af auknum innflutningi á fjárfestingavörum (þó ekki flutningstækjum), hrávörum og rekstrarvörum.

Hafa skal í huga að hér er um bráðabirgðatölur að ræða. Niðurstöður gætu breyst eftir endurskoðun í lok mánaðar, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK