FME setur verktökum stólinn fyrir dyrnar

Fjármálaeftirlitið hefur gripið til aðgerða vegna tilboða sem verktakar í …
Fjármálaeftirlitið hefur gripið til aðgerða vegna tilboða sem verktakar í byggingariðnaði hafa gert væntum kaupendum íbúðarhúsnæðis um verðtryggð viðbótarlán í tengslum við kaupin. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjármálaeftirlitið hefur gripið til aðgerða vegna tilboða sem verktakar í byggingariðnaði hafa gert væntum kaupendum íbúðarhúsnæðis um verðtryggð viðbótarlán í tengslum við kaupin. Slík tilboð fela í sér 95% veðsetningu af hálfu kaupenda á þeim eignum sem í hlut eiga. Slík tilboð hafa verið auglýst á undanförnum misserum, m.a. við sölu á íbúðum í nýbyggingunni að Tryggvagötu 13 í Reykjavík. Þar hefur kaupendum verið boðið að festa kaup á eignum með 40 ára verðtryggðu grunnláni fyrir 70% kaupverðs en við það er bætt óverðtryggðu 15% viðbótarláni til að hámarki 15 ára auk 10% seljendaláns.

Má ekki fara yfir 90%

Í tilkynningu frá FME er það áréttað að samkvæmt lögum um fasteignalán til neytenda er það gert að skilyrði svo að aðili megi veita fasteignalán til neytenda í atvinnuskini að hann hafi verið skráður hjá FME. Á grundvelli sömu laga hefur FME sett reglur sem hámarka leyfilegt veðsetningarhlutfall við 85% og 90% fyrir fyrstu kaupendur.

Fréttin birtist í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK