Nýr stjórnarformaður Tesla

AFP

Robyn Denholm hefur tekið sæti stjórnarformanns hjá Tesla í stað stofnanda bílaframleiðandans, Elon Musk, sem sagði af sér nýverið.

Denholm er fjármálastjóri ástralska fjarskiptafyrirtækisins Telstra og mun gegna því starfi áfram næstu sex mánuði áður en hún kemur í fullt starf hjá Tesla.

Musk sagði af sér stjórnarformennsku í október þegar hann gerði samkomulag við fjármálaeftirlit Bandaríkjanna vegna færslu á Twitter þar sem hann sagðist ætla að taka Tesla af markaði og að hann hefði tryggt sér fjármögnun þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK