Nýr stjórnarformaður Tesla

AFP

Robyn Denholm hefur tekið sæti stjórnarformanns hjá Tesla í stað stofnanda bílaframleiðandans, Elon Musk, sem sagði af sér nýverið.

Denholm er fjármálastjóri ástralska fjarskiptafyrirtækisins Telstra og mun gegna því starfi áfram næstu sex mánuði áður en hún kemur í fullt starf hjá Tesla.

Musk sagði af sér stjórnarformennsku í október þegar hann gerði samkomulag við fjármálaeftirlit Bandaríkjanna vegna færslu á Twitter þar sem hann sagðist ætla að taka Tesla af markaði og að hann hefði tryggt sér fjármögnun þess. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir