Áfram samdráttur í framleiðslu

Sauðfjárslátrun gekk almennt vel í haust og afköst voru góð.
Sauðfjárslátrun gekk almennt vel í haust og afköst voru góð. mbl.is/RAX

Þrátt fyrir að meðalfallþungi dilka hafi verið með því mesta sem þekkst hefur minnkaði framleiðsla á kindakjöti í haust frá því sem var haustið 2017. Búast má við áframhaldandi samdrætti framleiðslu á næsta ári því óvenjumiklu var slátrað af fullorðnu fé í haust.

Samdrátturinn sem hófst á síðasta ári heldur áfram í ár og næstu árin, ef að líkum lætur, segir í fréttaskýringu um samdrátt í framleiðslu kindakjöts í Morgunblaðinu í dag.

Sauðfjárslátrun lauk í flestum sláturhúsum fyrir mánaðamót nema SS á Selfossi þar sem slátrað var fram í síðustu viku. Slátrun gekk vel hjá öllum sláturleyfishöfum sem rætt var við. „Sláturtíð gekk mjög vel með miklum og góðum afköstum,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands.

Sú fækkun sauðfjár sem varð á síðasta ári kemur fram í því að sláturlömbum fækkaði í heild. Innlögðum lömbum fækkaði um rúmlega 17 þúsund á milli ára sem er liðlega 3% fækkun, eins og sést á meðfylgjandi töflu frá yfirkjötmati Mast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK