Magnús hættir sem forstjóri

Magnús Sch. Thorsteinsson.
Magnús Sch. Thorsteinsson. Ljósmynd/Aðsend

Magnús Sch. Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum.

Magnús tilkynnti stjórn Klakka þetta nýverið og eru starfslokin í góðri sátt við stjórn og hluthafa félagsins, að því er segir í tilkynningu. 

Magnús kveðst líta ánægður um öxl og finnst vera kominn tími til að skipta um vettvang.

„Við höfum endurskipulagt, byggt upp og selt eignir og fengið mjög gott endurgjald fyrir þær. Ljóst er að afraksturinn er langt umfram þær heimtur sem gert var ráð fyrir í nauðasamningi félagsins árið 2010. Fram undan er  stefnumótun fyrir Lykil fjármögnun hf., en fyrir liggur endurskilgreina og efla enn frekar starfsemi félagsins áður en efnt verður til nýs söluferlis. Hefst sú vinna fljótlega,“ segir hann m.a. í tilkynningunni. 

Klakki ehf. er eignarhaldsfélag í eigu innlendra og erlendra fjárfesta en félagið fór í gegnum nauðasamninga árið 2010. Lykill fjármögnun hf. er nú langstærsta eign Klakka en flestar aðrar eignir félagsins, s.s. hlutir í tryggingafélaginu VÍS og fjarskiptafyrirtækinu Skipti/Símanum, hafa verið seldar á síðustu árum. 

Fram kemur í tilkynningu að heildarsöluandvirði umræddra eigna nemi yfir 56 milljörðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK