Segir ráðuneytið ekki hafa tekið afstöðu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

„Ráðuneytið hefur ekki átt frumkvæði að neinum fundum með fyrirtækinu og hefur hvorki lýst afstöðu sinni til sæstrengs né til tiltekinna verkefna eða hugmynda,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Vísar hún til fyrirtækisins Atlantic SuperConnection sem hefur verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengs, Ice-Link, á milli Bretlands og Íslands. Fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag að fyrirhugaður sæstrengur til Íslands væri á verkefnalista Evrópusambandsins í orkumálum.

Haft var eftir Friðriki Daníelssyni verkfræðingi, sem ritstýrir vefsíðunni Frjálst land, að fyrst sæstrengurinn væri á þessum lista ESB hlytu íslensk stjórnvöld að hafa samþykkt þetta. Var listinn gefinn út í apríl síðastliðnum.

Þórdís Kolbrún segir Ísland ekki hafa á neinn hátt skuldbundið sig til að taka þátt í hugmyndum Atlantic SuperConnection og ráðuneytið ætti ekki í neinum viðræðum við fyrirtækið.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir