Draga ársreikninga Primera í efa

Andri Már Ingólfsson forstjóri og eigandi Primera Air.
Andri Már Ingólfsson forstjóri og eigandi Primera Air. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera-samstæðunnar, hafnar því að ranglega hafi verið staðið að gerð ársreikninga félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar. Endurskoðendur sem hafa rýnt í ársreikninga félaganna telja vandséð að víkjandi lán sem Primera Air var veitt í fyrra og breytti neikvæðri eiginfjárstöðu í jákvæða, geti talist til eigin fjár félagsins. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Frétt í Markaði Fréttablaðsins

Endurskoðendur félaganna hjá Deloitte segja víkjandi lán frá tengdum aðila sem Primera Air var veitt í fyrra upp á 20,9 milljónir evra, sem breytti neikvæðri eiginfjárstöðu félagsins í jákvæða um 4,6 milljónir evra í árslok 2017, flokkist sem eiginfjárgerningur samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Þá feli innleystur hagnaður á árinu 2017 upp á 13,3 milljónir evra vegna sölu á flugvélum, sem ekki var búið að afhenda, í sér breytingu á gangvirðismati þar sem um sé að ræða afleiðusamninga.

Endurskoðendurnir, sem ræddu við Markaðinn í trausti nafnleyndar, telja til að mynda vandséð að áðurnefnt víkjandi lán sem Primera Air var veitt í fyrra geti talist til eigin fjár félagsins en án lánsins hefði eigið fé þess verið neikvætt um 16,3 milljónir evra í lok síðasta árs. Þá segja þeir vafa leika á því hvort félaginu hafi verið heimilt að innleysa á síðasta ári söluhagnað vegna endursölu á Boeing-flugvélum sem eru enn í smíðum og verða afhentar í aprílmánuði árið 2019. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK