Framúrskarandi fyrirtæki í beinni

Creditinfo gefur á hverju ári út lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Listinn er kynntur á viðburði í Hörpu nú síðdegis.

Meðal þeirra sem fram koma á viðburðinum eru Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Á viðburðinum verða m.a. veitt verðalun fyrir framúrskarandi árangur á sviði nýsköpunar og samfélagsábyrgðar. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá athöfninni í Hörpu:

Á morgun fylgir Morgunblaðinu glæsilegt 96 síðna blað með listanum yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2018. Þar er rætt við fjölda fyrirtækjastjórnenda sem eiga fyrirtæki á listanum og tölfræði um fyrirtækin sett fram á lifandi og spennandi hátt.

Í tengslum við útgáfuna verður opnaður nýr undirvefur mbl.is sem hefur að geyma listann yfir  Framúrskarandi fyrirtæki og viðtölin við fyrrnefnda stjórnendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK