Nýtt met sett á markaði

Pink Legacy.
Pink Legacy. AFP

Óviðjafnanlegur demantur var seldur á 50,3 milljónir svissneskra franka, sem svarar til 6,2 milljarða króna, í Genf í gærkvöldi. Demanturinn, sem er bleikur að lit, er tæplega 19 karöt og hefur aldrei fengist jafnhátt verð fyrir hvert karat.

Demanturinn var seldur á uppboði hjá Christie's og segir uppboðshúsið að um nýtt met sé að ræða en demanturinn hefur ekki sést opinberlega í tvo áratugi. Hann var áður í eigu Oppenheimer-fjölskyldunnar sem rak í áratugi De Beers-demantanámufyrirtækið. Demanturinn var seldur til Harry Winston, munaðarvörufyrirtækis í eigu Swatch.

„2,6 milljónir Bandaríkjadala á karat. Það er heimsmet fyrir hvert karat bleiks demants,“ segir Francois Curiel, yfirmaður Christie's í Evrópu. „Fyrir mér er þessi steinn Leonardo da Vinci allra demanta.“

Demanturinn, sem er 18,96 karöt, fannst í suðurafrískri námu fyrir öld. Sennilegt er talið að hann hafi verið skorinn á þriðja áratug síðustu aldar en ekki meðhöndlaður síðan þá. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK