89 milljónir króna til Íslaga

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Þórður

Kostnaður eignarhaldsfélagsins Lindarhvols, sem annaðist umsýslu, fullnustu og sölu á þeim stöðugleikaeignum sem framseldar voru ríkinu í apríl árið 2016 vegna þeirrar þjónustu sem lögfræðifyrirtækið Íslög ehf. veitti, nam 16 milljónum króna á árinu 2018.

Um er að ræða tvær greiðslur sem aðgengilegar eru á vefsíðunni opnirreikningar.is, báðar dagsettar 20. ágúst, upp á 11,6 milljónir króna og 4,4 milljónir króna.

Í svari sem ViðskiptaMogganum barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu kemur fram að tæpar 13 milljónir af þeim kostnaði megi rekja til ráðgjafar lögmanna Íslaga í verkefnum tengdum söluferli á Arion banka, söluferli Lyfju og umsýslu stöðugleikaeigna, auk annarra verkefna.

Íslög ehf. eru í eigu hæstaréttarlögmannsins Steinars Þórs Guðgeirssonar en lögmannsstofan hélt utan um rágjöf og daglegan rekstur Lindarhvols. Samtals nemur kostnaður Lindarhvols vegna þjónustu Íslaga 88,6 milljónum króna á árunum 2016-2018. Greiðslur Lindarhvols til Íslaga numu 36,4 milljónum árið 2016 og 36,2 milljónum 2017.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK