Töluverð aukning eftir lokun útibús VÍS

Höfuðstöðvar Sjóvár.
Höfuðstöðvar Sjóvár. Ljósmynd/sjova.is

Haraldur Ingólfsson útibússtjóri Sjóvár á Akranesi, segist í samtali við ViðskiptaMoggann finna fyrir töluverðri fjölgun viðskiptavina hjá útibúinu í kjölfar þess að tryggingafélagið VÍS lokaði útibúi sínu á staðnum í lok september sl.

„VÍS tilkynnti með skömmum fyrirvara um miklar breytingar á útibúaneti sínu, sem tengist þá fyrst og fremst landsbyggðinni, og íbúar á Akranesi virðast margir vera ósáttir við þá fækkun starfa sem þetta hefur í för með sér í bænum,“ segir Haraldur.

Hann segir að VÍS hafi verið með ráðandi markaðshlutdeild í bænum fyrir lokunina, eða um 40%, og fjóra starfsmenn. Sjóvá hafi á sama tímapunkti verið með rúmlega 30% hlutdeild og tvo starfsmenn. TM er með umboðsmann á Akranesi.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK