Fylgist með framgangi rannsóknarinnar

NAX-flugvélarnar eru ný kynslóð 737-þvéla. Þær fyrstu voru teknar í …
NAX-flugvélarnar eru ný kynslóð 737-þvéla. Þær fyrstu voru teknar í almenna notkun í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur upplýst Icelandair um að mögulega hafi afstöðuskynjari vélar Lion Air gefið frá sér mælingar sem gert hafi flugmönnum hennar erfitt um vik að stýra henni.

Þetta upplýsir Icelandair í svari í Morgunblaðinu í dag. Enn virðist þó margt á huldu um ástæður þess að glæný vél af gerðinni Boeing 737MAX, vél Lion Air fórst á Jövuhafi, aðeins 13 mínútum eftir flugtak hinn 29. október síðastliðinn. Með vélinni fórust 189 manns.

Sem stendur er talið að skynjarar vélarinnar hafi misreiknað stöðu vélarinnar í lofti og beint nefi hennar niður með þeim afleiðingum að hún lækkaði flugið gríðarlega hratt. Flugmönnunum hafi ekki tekist að ná stjórn á vélinni, þrátt fyrir að hafa tekið hana af sjálfstýringu.

„Flugmenn hafa þjálfun til að bregðast við slíkum aðstæðum og flugfélög voru hvött til þess að minna flugmenn á handbækur og annað efni til upprifjunar og Icelandair hefur gert það,“ segir í fyrrgreindu svari. Forsvarsmenn samtaka flugmanna í Bandaríkjunum hafa á umliðnum dögum lýst miklum áhyggjum af stöðu vélanna í kjölfar slyssins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK