Liðkar fyrir flugi til Asíu

Rússnesk stjórnvöld gera ekki lengur kröfu um að íslenskri flugrekendur ...
Rússnesk stjórnvöld gera ekki lengur kröfu um að íslenskri flugrekendur sem vilja nota Síberíuflugleiðina haldi jafnframt uppi beinu áætlkunarflugi til áfagnastaðar í Rússlandi. Þetta opnar möguleika fyrir íslensk flugfélög. mbl.is/Eggert

Ákvörðun rússneskra stjórnvalda um að gera ekki lengur kröfu um að íslenskir flugrekendur sem vilja nota Síberíuflug­leiðina haldi jafn­framt uppi beinu áætl­un­ar­flugi til áfangastaðar í Rússlandi breytir engum áætlunum hjá Icelandair. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. Ákvörðunin liðkar hins vegar fyrir áætlunarflugi til Asíu í nánustu framtíð.

Hingað til hafa skil­mál­ar Rússa verið mjög strang­ir og þannig komið í veg fyr­ir að ís­lensk flug­fé­lög gætu samið um notk­un flug­leiðar­inn­ar. Fyrir helgi var hins vegar greint frá því að 8. nóv­em­ber hafi farið fram reglu­bundið sam­ráð ís­lenskra og rúss­neskra stjórn­valda í Moskvu um tví­hliða viðskipta­mál ríkj­anna þar sem meðal annars samið var um notkun Síberíuflugleiðarinnar. 

„Þetta hefur verið sameiginlegt verkefni í langan tíma. Það liggja ekki fyrir neinar áætlanir sem þetta hefur bein áhrif á en að sjálfsögðu liðkar þetta fyrir slíkum framtíðarflugum,“ segir Guðjón í samtali við mbl.is.

Síberíuleiðin yrði alltaf fyrir valinu

Þá segir hann að iðulega þegar rætt er um flug íslenskra flugfélaga til Asíu blasi við að Síberíuleiðin verði sú leið sem verði farin. „En þetta snýst alltaf um lagalega hluti og ekki síður kostnað og það liggur ekkert fyrir um það,“ segir Guðjón.

Ekkert formlegt ferli er því farið af stað við að skoða Síberíuflugleiðina sem mögulega flugleið. „Þetta hjálpar til við að gera þetta að möguleika, en að öðru leyti þá breytir þetta ekki neinum áætlunum akkúrat núna,“ segir Guðjón.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tekur í sama streng og segir í samtali við mbl.is að flugfélagið muni fyrst um sinn einbeita sér að áætlunarflugi til Indlands, en áætlunar­flug WOW air til Nýju Delí hefst 6. desember næstkomandi.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir