Meniga semur við UOB í Asíu

Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn stofnandi Meniga. Hann segir samstarfið …
Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn stofnandi Meniga. Hann segir samstarfið við UOB marka tímamót í sögu Meniga þar sem um sé að ræða fyrsta viðskiptavin fyrirtækisins í Asíu og einn stærsta samning sinnar tegundar á svæðinu. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur samið við United Overseas Bank (UOB), þriðja stærsta banka Suðaustur-Asíu, um að innleiða netbankalausnir Meniga í Singapore, Taílandi, Indónesíu, Víetnam og Malasíu.

Meniga og UOB tilkynntu um samstarfið opinberlega á ráðstefnunni Singapore Fintech Festival.

Með lausnum Meniga geta viðskiptavinir UOB haldið utan um fjármál sín með einföldum hætti í snjallsímaappi og netbanka. UOB er fyrsti viðskiptavinur Meniga í Asíu en bankinn er með yfir 500 útibú í 19 löndum, að því er Meniga greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK