Feykigott ár hjá EasyJet

EasyJet flýgur til og frá Íslandi.
EasyJet flýgur til og frá Íslandi. AFP

Hagnaður breska flugfélagsins EasyJet jókst um 17% á síðasta rekstrarári sem lauk í lok september. Aldrei áður hefur félagið flutt jafnmarga farþega, alls 88,5 milljónir talsins, og er aukningin á milli ára 10,2%.

Hagnaður eftir skatta nam 385 milljónum punda, sem svarar til 61 milljarðs króna. Hagnaður EasyJet fyrir skatta jókst um 41,4% og nam 578 milljónum punda. Tekjur flugfélagsins voru 5,9 milljarðar punda sem er 17% aukning á milli rekstrarára.

Forstjóri EasyJet, Johan Lundgren, fagnar afkomunni en hann segir ástæðuna meðal annars vera tryggð viðskiptavina. Lundgren hefur gegnt forstjórastarfinu frá því í desember. 

EasyJet mun áfram undirbúa útgöngu Breta úr ESB (Brexit) og verða Austurríki og Sviss helstu miðstöðvar félagsins auk Bretlands eftir Brexit. Vísað er til þess að bæði stjórnvöld í Bretlandi og ESB hafi lýst því yfir að ekki verði gerðar breytingar á flugi milli ESB-ríkja og Bretlands þrátt fyrir Brexit. 

Áfangastaðir EasyJet til og frá Íslandi eru níu talsins en þar af er flogið á þrjá flugvelli í London. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK