Ratcliffe á 90% í Streng

Selá í Vopnafirði.
Selá í Vopnafirði. mbl.is/Golli

Jim Ratcliffe, breski kaupsýslumaðurinn sem keypt hefur jarðir á Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum, hefur keypt eignarhaldsfélagið Grænaþing af Jóhannesi Kristinssyni. Með þessum kaupum á auðjöfurinn 86,67 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf., sem er með Selá og Hofsá í Vopnafirði á leigu. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu.

Strengur á sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða að öllu leyti. Einnig nýlegt veiðihótel við Selá. Tilkynnt var um kaupin á fundi í veiðifélaginu í síðustu viku.

Gísli Stefánsson, framkvæmdastjóri Strengs, staðfesti að þetta hefði átt sér stað en vildi að öðru leyti ekki ræða þessi viðskipti við Fréttablaðið.

Jim Ratcliffe hefur á síðustu árum eignast jarðir á Norðausturlandi með það að yfirlýstu markmiði að byggja upp veiði í laxveiðiám.

Frétt mbl.is

Fyrir tæpum tveimur árum kom fram í Morgunblaðinu að Jóhannes Kristinsson, sem hefur verið að safna jörðum við laxveiðiárnar í Vopnafirði um árabil, hafi þá verið enn stórtækari en Ratcliffe í jarðarkaupum. Í apríl í fyrra voru þeir Jóhannes og Ratcliffe sagðir eiga 23 af 70 jörðum í héraðinu að hluta eða öllu leyti.

Fréttablaðið birtir í dag ítarlega frétt um ítök Ratcliffe á Norðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK