Setja 4,5 milljarða í kísilverksmiðju

Gera á úr­bæt­ur á verk­smiðju Stakks­berg, sem áður var rek­in …
Gera á úr­bæt­ur á verk­smiðju Stakks­berg, sem áður var rek­in und­ir nafni United Silicon, til að koma starf­semi þar af stað á ný mbl.is/RAX

Félagið Stakksberg áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna í úrbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfsemi verksmiðjunnar. Áður hafði komið fram að Arion banki, sem er eigandi verksmiðjunnar, myndi reyna að selja kísilverið í núverandi mynd. Kísilverksmiðjan var áður rekin undir nafni United Silicon.

Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar var birt á vef Skipulagsstofnunar í dag en frestur til að skila inn athugasemdum við hana er til 5. desember 2018. Þá hefur félagið boðað til íbúafundar í Reykjanesbær annað kvöld vegna málsins.

Samkvæmt tilkynningunni miða úrbætur meðal annars að því að vinna gegn lyktar- og loftmengun, en Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur verksmiðjunnar í september í fyrra og setti ákveðin skilyrði fyrir gangsetningu á ný. Hafði ekki verið farið að skilyrðum Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar við byggingu og mengunarvarnir.

Meðal þess sem stofnunin gerir kröfu um er að komið verði upp sérstökum skorsteini til að draga úr lyktarmengun og að hreinsun á útblæstri og meðhöndlun á ryki verði bætt. Að auki felur úrbótaáætlun Stakksbergs í sér að allur frágangur á lóð verksmiðjunnar verði bættur sem og aðstaða fyrir starfsfólk. Þá verður sérstakt umhverfisstjórnunarkerfi innleitt og þjálfun starfsfólks bætt. Áætlanir Stakksbergs gera ráð fyrir að fjárfesta þurfi 4,5 milljörðum króna í úrbótum til að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu.

Skipulagsstofnun samþykkti fyrr á þessu ári ósk Stakksbergs um að framkvæma nýtt umhverfismat fyrir verksmiðjuna. Með því mati á sérstaklega að skoða áhrif starfseminnar á loftgæði, meðal annars með nýjum útreikningum á dreifingu útblásturs.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK