Nafni Becromal breytt í TDK Foil Iceland

Verksmiðja TDK í Eyjafirði.
Verksmiðja TDK í Eyjafirði. Ljósmynd/Aðsend

Nafni aflþynnuverksmiðjunnar Becromal í Eyjafirði hefur verið breytt í TDK Foil Iceland, en það er í samræmi við nafn móðurfélagsins sem heitir TDK corporation. Breytingin tók gildi fyrr í mánuðinum og hefur nýtt skilti verið sett upp utan á verksmiðjunni með nýju nafni hennar.

 Í tilkynningu kemur fram að nafnabreytingin sé liður í að samræma markaðsstarf TDK Group. Þá segir jafnframt að nýtt nafn muni ekki hafa nein áhrif á verksmiðjuna, stjórnun hennar, starfsemi eða framleiðslu.

Íslenska félagið var stofnað árið 2009 og er dótturfélag TDK Foil Italy S.p.A sem er með höfuðstöðvar nálægt Mílan á Ítalíu. Fyrirtækið hér á landi framleiðir aflþynnur fyrir rafþétta sem eru notaðir í margvíslegum iðnaði, meðal annars í vind- og sólarorku. Hjá fyrirtækinu starfa 104 manns.

TDK er rafeindatæknifyrirtæki með aðsetur í Tókýó í Japan og rekur það framleiðslufyrirtæki, hönnunar- og söluskrifstofur í Asíu, Evrópu og í Norður-og Suður-Ameríku. Í áætlunum sínum fyrir yfirstandandi ár gerir gerir TDK ráð fyrir að selja framleiðsluvörur fyrir um 12 milljarða USD. Hjá fyrirtækinu starfa um 103.000 manns um allan heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK