Átök um stjórnina

Átök eru framundan um stjórn VÍS.
Átök eru framundan um stjórn VÍS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt stefnir í hörð átök á hluthafafundi í tryggingafélaginu VÍS 14. desember. Til fundarins er boðað til að kjósa nýja stjórn í félaginu.

Það er gert að kröfu tveggja af fjórum stærstu hluthöfum félagsins, Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Hermt er að sjóðirnir freisti þess með stuðningi annarra stórra hluthafa að ná tveimur til þremur nýjum stjórnarmönnum og stilla í kjölfarið til friðar í félaginu. Mikill styr hefur staðið um VÍS um nokkurt skeið. Stutt er síðan tveir sögðu sig úr stjórninni vegna ágreinings við meirihluta stjórnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK