Kaupa skoska hönnunarstofu

Efla verkfræðistofa hefur fest kaup á skosku lýsingarhönnunarstofunni KSLD og fjölgar starfsmönnum EFLU þannig tvöfalt á því sviði þar sem fyrir starfa sjö starfsmenn. KSLD var stofnað árið 1989 og hefur komið að fjölda verkefna víða um heim. Kaupverðið mun vera trúnaðarmál.

„Þetta er mjög þekkt nafn í heimi lýsingarhönnunar og er margverðlaunað í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU. KSLD mun áfram starfa undir því heiti í Edinborg en í vöruþróun EFLU munu vörumerkin tengjast saman. „EFLA starfar við lýsingarhönnum hér á Íslandi og í Noregi en með þessu fáum við feikilega sterkt nafn, með gríðarlega flóru af sýnilegum verkefnum í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur. „Með því að tengjast KSLD með þessum hætti getum við verið virk hvar sem er í heiminum ef tækifærin bjóða upp á það.“

Sjá frétttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK