SUS kallar eftir rannsókn á Seðlabankanum

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) kallar eftir því að óháð rannsókn fari fram á stjórnsýslu Seðlabanka Íslands (SÍ) í tengslum við málsmeðferðir, kærur og sáttir sem bankinn hefur átt þátt í vegna meintra brota á gjaldeyrislögum, en sterkar vísbendingar eru uppi um að bankinn hafi misbeitt sér við rannsókn mála er vörðuðu meint brot gegn gjaldeyrislögum,“ segir í fréttatilkynningu.

„Stjórn SUS telur mikilvægt að rannsóknin verði framkvæmd af óháðum aðila sem er ekki tengdur SÍ. Ekki síst vegna þess að nauðsynlegt er að endurreisa traust SÍ, einnar æðstu stofnunar ríkisins, enda jafnframt um að ræða eina voldugustu stofnun þess. Í því skyni þarf að upplýsa um og rannsaka þær fjölmörgu ásakanir sem hafa verið settar fram síðastliðin ár, ýmist í viðtölum, blaðagreinum og jafnvel heilum bókum sem hafa verið skrifaðar um misferli í stjórnsýslu gjaldeyriseftirlits SÍ.

SÍ hefur rekið rannsóknir jafnt innanhúss sem og í fjölmiðlum, einstaklingum og fyrirtækjum til mikils skaða. Þá eru dæmi um að sektir hafi verið lagðar á lögaðila án fullnægjandi lagaheimildar og að haldlagning gagna hafi verið grundvölluð á röngum útreikningum. Mál hafi svo verið rekin svo árum skiptir án þess að rannsókn hafi þokast áfram með tilheyrandi óvissu fyrir viðkomandi aðila. Fjölmörg önnur dæmi má nefna en nauðsynlegt er að aðhafast þegar ein æðsta stofnun ríkisins er borin sökum sem þessum. 

Að lokum er tilefni til þess að rannsaka augljóst samstarf SÍ og Ríkisútvarpsins við rannsókn mála, þar sem upplýsingum var bersýnilega lekið til fjölmiðla til þess að auka hróður SÍ á kostnað þeirra sem voru undir rannsókn,“ segir enn fremur í tilkynningu SUS.

Andri Steinn Hilmarsson, varaformaður SUS, Ingvar Smári Birgisson formaður og …
Andri Steinn Hilmarsson, varaformaður SUS, Ingvar Smári Birgisson formaður og Sigríður Erla Sturludóttir, 2. varaformaður SUS.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK