Veðkall og bréfin hækkuðu

Gengi Heimavalla hefur hækkað mikið í vkunni.
Gengi Heimavalla hefur hækkað mikið í vkunni. mbl/Arnþór Birkisson

Samkvæmt traustum heimildum ViðskiptaMoggans var gert veðkall í hlutabréfum Laugavegar ehf., félags í eigu fjárfestisins Sturlu Sighvatssonar, í leigufélaginu Heimavöllum á dögunum. Bréfin voru í kjölfarið seld á markaði, í um 140 milljóna króna viðskiptum. Þar með hafi Sturla misst yfirráð yfir langstærstum hluta af bréfum sínum, og öllum sem voru hjá Kviku í gegnum framvirka samninga þar.

Veðkall er það kallað þegar fjárfestir þarf að leggja fram viðbótar tryggingar fyrir láni sem liggur til grundvallar skuldsettri fjárfestingu. Nái hann ekki að leggja fram slíkar tryggingar selur viðkomandi fjármálastofnun bréfin til greiðslu skuldarinnar.

Sturla, sem er einn af stofnendum Heimavalla og fyrsti forstjóri þess, hefur verið í fréttum að undanförnu vegna nauðungarsölu á eignum. Í frétt Stundarinnar frá því fyrr í mánuðinum er sagt að fjöldi fasteigna í hans eigu hafi verið boðinn upp til nauðungarsölu undanfarna mánuði. Þá er fasteignafélag hans sagt ógjaldfært og sum dótturfélög í mjög alvarlegum vanskilum, eins og það er orðað í frétt Stundarinnar.

Sturla Sighvatsson hafnar því hinsvegar í samtali við ViðskiptaMoggannn að um veðkall hafi verið að ræða, og segir að framvirkur samningur um ákveðin bréf hafi ekki verið framlengdur, eins og vaninn hefur verið á 30 daga fresti til þessa.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK