Málning hf. fær Svansvottun

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, afhentir hér Baldvini Valdimarssyni, framkvæmdastjóra …
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, afhentir hér Baldvini Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Málningar, Svansvottunina. Ljósmynd/Íslenska auglýsingstofan.

Íslenska málningarfyrirtækið Málning hf. hlaut fyrr í þessum mánuði Svansvottun, virtasta umhverfisstaðal Norðurlandanna, fyrir alla innanhúsmálningu í framleiðslu fyrirtækisins, sem samanstendur af 28 vörutegundum. Um er að ræða umfangsmestu umsókn um Svansvottun sem Umhverfisstofnun hefur fengist við hvað varðar framleiðslu hér á landi.

Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Málningar, segir að vottunin sé fyrirtækinu mikilvæg en það er eina íslenska fyrirtækið sem framleiðir málningu í dag. Hann tekur fram að fyrirtækið hafi snemma verið framarlega í framleiðslu á umhverfisvænni málningu en árið 1992 byrjaði Málning að framleiða málningu sem innihélt engin lífræn leysiefni, var nánast lyktarlaus og einkennd með rauðu 0% merki.

„Við vorum með fyrstu fyrirtækjum í Evrópu með málningu sem var án allra lífrænna leysiefna,“ segir Baldvin við Morgunblaðið. „Það er mikilvægt fyrir okkur út á við að fá svona vottað umhverfismerki. Bæði þannig að almenningur sjái að þetta er ekki bara okkar merki heldur viðurkennd vottun. Og svo er einnig að færast í aukana í útboðum opinberra aðila að sóst sé eftir því að vörurnar séu vottaðar,“ segir Baldvin. „Málningin sem við höfum verið að framleiða undanfarin ár hefði getað verið Svansvottuð. En við ákváðum að stíga skrefið til fulls núna,“ segir Baldvin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK