Verð á olíu ekki verið lægra í ár

Verð á hráolíu hefur ekki verið lægra í ár.
Verð á hráolíu hefur ekki verið lægra í ár. AFP

Verðið á tunnu af hráolíu fór niður fyrir 60 Bandaríkjadali í dag og hefur ekki verið lægra í meira en ár. Virðist markaðurinn efast um það að Sádi-Arabía geti haldið aftur af framboði en bandarísk stjórnvöld hafa pressað stíft á það að halda verðinu niðri að því er fram kemur í frétt Financial Times.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði Sádi-Arabíu á dögunum fyrir það hlutverk sem landið hefur leikið í lækkun olíuverðs en verðið á Brent-hráolíu frá því í byrjun október hefur farið úr 86 dölum á tunnuna í 60 dali, og lækkað um 30%.

Í frétt FT kemur fram að þörf sé á að draga úr framleiðslu að mati yfirvalda í Sádi-Arabíu þar sem verðlækkanir þrengja að ríkisfjárhag landsins þrátt fyrir að Bandaríkin hafi kallað eftir öðru.

Fjárfestar segja aftur á móti að stuðningur Trumps við krónprins landsins, Mohammed bin Salman, í ljósi mála er varða morðið á arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, flæki málin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK