Fullyrt að vélum WOW air fækki

Fullyrt er að WOW þurfi að leggja átta þotum.
Fullyrt er að WOW þurfi að leggja átta þotum. mbl.is/Eggert

Óvíst er hvort fækkað verði í flugflota WOW air ef kaup Icelandair á WOW air ganga eftir en þau eru gerð með fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa­fund­ar Icelanda­ir Group, samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Fullyrti er á vef Víkurfrétta að WOW þurfi að leggja átta af 20 þotum sem félagið er með á leigu.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagði í svari við fyrirspurn mbl.is að eins og staðan væri núna lægju upplýsingar ekki fyrir. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir