Tölvupóstur Skúla veldur titringi

Viðskiptin með bréf Icelandair voru stöðvuð að kröfu FME um …
Viðskiptin með bréf Icelandair voru stöðvuð að kröfu FME um tíma í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tölvupóstur sem Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, sendi frá sér í gær í kjölfar þess að viðskipti með bréf Icelandair Group voru stöðvuð í Kauphöll Íslands, kann að hafa veruleg áhrif á það ferli sem að var stefnt að ljúka í lok þessarar viku og miðaði að því að Icelandair keypti allt hlutafé WOW air.

Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Í póstinum fullyrðir Skúli að forsvarsmenn WOW air eigi í viðræðum við aðra fjárfesta en Icelandair Group um mögulega aðkomu að félaginu. Það sé gert samhliða framgangi viðskiptanna við Icelandair. Þær viðræður munu hafa átt sér stað án vitneskju Icelandair. Stjórn Icelandair Group hefur boðað hluthafa félagsins til fundar kl. 8.30 að morgni föstudagsins af fyrrnefndum ástæðum.

Heimildir Morgunblaðsins herma að þessi ummæli hafi verið meðal þeirra atriða sem forsvarsmenn Icelandair Group hafi þurft að leggja mat á í gær en fyrir liggur að stjórn félagsins hyggst leggja það fyrir fyrrnefndan hluthafafund að félagið eignist WOW air að fullu með afhendingu hlutabréfa í Icelandair Group. Viðskiptin með Icelandair voru stöðvuð að kröfu FME í gær sem sagðist með því vilja tryggja jafnan aðgang hluthafa að upplýsingum. Bréf Icelandair Group lækkuðu um ríflega 5,7% í viðskiptum eftir að opnað var fyrir þau að nýju eftir hádegið í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK