Hagnaður HB Granda dregst saman

mbl.is/Kristinn Magnússon

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 námu 149,2 milljónum evra, samanborið við 158,8 milljónir árið 2017. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 24,1 milljón evra eða 16,2% af rekstrartekjum, en var 32,3 milljónir evra eða 20,3% árið áður. 

Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 1,4 milljónir evra, en voru neikvæð um 3,7 milljónir evra á sama tíma árið 2017. Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 1,9 milljónir evra en voru jákvæð um 3,1 milljónir evra árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 14 milljónir evra og hagnaður tímabilsins var 11,2 milljónir evra.

Heildareignir félagsins námu 533,4 milljónum evra í lok september 2018, en eigið fé nam 258,7 milljónum evra. Eiginfjárhlutfall í lok september var 48,5%, en var 51,6% í lok árs 2017. Heildarskuldir félagsins voru í septemberlok 274,7 milljónir evra.

Í tilkynningu frá HB Granda segir að í skipastól félagsins hafi í septemberlok verið átta skip. Verið sé að skoða sölu á frystitogaranum Þerney sem er í smíðum á Spáni. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 hafi afli skipa félagsins verið 36 þúsund tonn af botnfiski og 97 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK