Saman með hundruð íbúða

Fjölbýlishúsið til vinstri, Arnarhlíð 1, var afhent sl. sumar. Skv. …
Fjölbýlishúsið til vinstri, Arnarhlíð 1, var afhent sl. sumar. Skv. fasteignaskrá er búið að selja rúman helming íbúða. Hugmyndir eru um að borgarlínan fari um götuna. Þar er áformað að hafa fjölda verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð. Til norðurs er að hefjast mikil uppbygging við Landspítalann. Teikningar/Alark arkitektar

Eigendur Stálskipa taka þátt í uppbyggingu fjölda íbúða við Hlíðarenda. Fjárfestingin er í gegnum Fjárfestingafélagið Hlíð og varðar svonefndan D-reit á Hlíðarenda.

Stærsti hluthafinn í Fjárfestingafélaginu Hlíð eru hjónin Guðrún Helga Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson, og dætur þeirra, Jenný, Ólafía Lára og Helga, en saman eiga þau 36,4% hlut í Hlíð. Næst kemur Sigurður Sigurgeirsson fjárfestir, sem á 29,1% hlut. Félagið Civitas á 20% hlut og Vátryggingafélag Íslands 14,5%.

Kjartan Már Sigurgeirsson, bróðir Sigurðar, er hluthafi í Civitas. Samkvæmt hluthafaskrá Creditinfo á hann 33,3% hlut í Civitas og því 6,66% hlut í Hlíð. Tvær fjölskyldur eiga því samtals yfir 70% hlut í Hlíð.

Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa Hlíðar juku Stálskipafjölskyldan og Sigurður við hlut sinn í félaginu fyrr á þessu ári. Keyptu þau út hlut Steinsteypunnar. Að baki þeim eignarhluta voru ýmsir fjárfestar, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK