Dregur hratt úr berjainnflutningi

Gríðarlegur vöxtur varð í innflutningi berja í fyrra í kjölfar …
Gríðarlegur vöxtur varð í innflutningi berja í fyrra í kjölfar opnunar Costco. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hratt hefur dregið úr innflutningi ferskra jarðarberja í haust. Þannig dróst innflutningurinn saman um 30% í september miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta sýna tölur frá Hagstofu Íslands. Samdrátturinn í ágúst var enn meiri eða 38% og þá dróst innflutningurinn saman um 28% í júlí miðað við sama mánuð 2017.

Þannig virðist hraður viðsnúningur hafa átt sér stað eftir nær samfellda aukningu innflutnings sem rakinn er beint til opnunar Costco í Kauptúni í Garðabæ og aukinna fraktflutninga með flugi frá vesturströnd Bandaríkjanna.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK