Hagnaður Festar nam 891 milljón króna

Festi rekur m.a. bensínstöðvar N1.
Festi rekur m.a. bensínstöðvar N1. mbl.is/​Hari

Hagnaður Festar á þriðja ársfjórðungi ársins 2018 nam 983 milljónum og hækkar um 2% miðað við afkomu þriðja ársfjórðungs í fyrra. Tekjur fyrirtækisins námu 17,5 milljörðum króna og hækka um 65% frá sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri afkomutilkynningu félagsins en uppgjör þriðja ársfjórðungs var birt í gær.

Rekstur félaga í samstæðu dótturfélagsins Hlekks var tekinn inn í samstæðu Festar frá og með 1. september sem skýrir að mestu hækkanir á tekjum og gjöldum þriðja ársfjórðungs ársins 2018 frá því í fyrra. Hlekkur rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, Kr, Nóatúns og Kjarvals, raftækjaverslunina Elko og vöruhótelið Bakkann.

Rekstrarhagnaður Festar fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA) að undanskildum kostnaði við kaup á Hlekk nam 1,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1,5 milljarða fyrir sama tímabil í fyrra. Framlegð af vörusölu jókst um 28,7% á þriðja ársfjórðungi og skýrist það að mestu af nýjum félögum í samstæðu Festar. Þá hafði hækkun á olíuverði og veiking krónunnar jákvæð áhrif á afkomu þriðja ársfjórðungs. Eignir Festar námu rúmum 80,1 milljarði króna í lok septembermánaðar og skuldirnar nema 54,7 milljörðum. Eigið fé félagsins nam 25,5 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið var 31,8% í lok þriðja ársfjórðungs 2018.

Sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nemur hagnaður Festar 1,7 milljörðum króna og stendur nánast í stað samanborið við fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. Rekstrartekjur fyrstu níu mánuði ársins námu 36,8 milljörðum króna og hækka um tæp 38% á milli ára. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK