Húsleitir hjá Deutsche Bank

AFP

Húsleit fór fram í höfuðstöðvum þýska bankans Deutsche Bank í Frankfurt í Þýskalandi í dag í tengslum við rannsókn á peningaþvætti. Saksóknarar segja að tveir starfsmenn bankans séu grunaðir um að hafa aðstoðað viðskiptavini við peningaþvætti vegna illa fengins fjár.

Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC  að lögreglubifreiðum hafi verið lagt fyrir utan höfuðstöðvar Deutsche Bank sem er stærsti banki Þýskalands. Einnig hafi verið gert húsleit í fleiri skrifstofum bankans með þátttöku 170 lögregluþjóna og embættismanna.

Rannsóknin hófst í kjölfar birtingar Panama-skjalanna 2016. Hlutabréf í Deutsche Bank féllu um 3% eftir að fréttir bárust af húsleitinni. Bankinn hefur staðfest að húsleitin hafi átt sér stað á skrifstofum hans síða um Þýskaland og að hann væri fús til samstarfs við lögregluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK