Í viðræðum við mögulega kaupendur

Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, á leið á starfsmannafundinn.
Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, á leið á starfsmannafundinn. mbl.is/Eggert

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að félagið eigi nú í viðræðum við aðra mögulega kaupendur, en tilkynnt var um það í morgun að Icelandair væri hætt við fyrirhuguð kaup á félaginu. Þetta staðfesti Skúli við blaðamann mbl.is þegar hann var á leið á starfsmannafund sem boðað var til núna klukkan 10:00.

Skúli vildi þó ekki greina frá hverjir mögulegir kaupendur væru eða hvort þeir væru innlendir eða erlendir fjárfestar. 

Starfsmenn WOW air hafa undanfarnar mínútur streymt á starfsmannafundinn sem haldinn er í Turninum á Höfðatorgi, þar sem skrifstofur fyrirtækisins eru að hluta. Fjölmiðlafólki var meinaður aðgangur að fundinum.

Skúli sendi póst á starfsfólk félagsins í morgun og sagði að búast mætti við gleðilegum tíðindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK