Gögn 500 milljóna hótelgesta í uppnámi

Marriott International rekur hótel víða um heim.
Marriott International rekur hótel víða um heim.

Innbrot í gagnagrunn Marriott International-hótelkeðjunnar náði til gagna um 500 milljónir viðskiptavina. Meðal gagnagrunna sem urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótunum var bókunarkerfi stórs hluta keðjunnar. Í ljós hefur komið að þjófurinn eða þjófarnir hafa komist inn í þann grunn allt frá árinu 2014.

Upp komst um málið er öryggistæki sem er innbyggt í gagnagrunna Marriott-keðjunnar lét vita að einhver væri að reyna að komast inn í bókunarkerfið. Í ljós kom að einhver hafði í óleyfi farið inn í gagnagrunninn og tekið þar afrit af upplýsingum.

Í frétt BBC um málið segir að gögnin sem þrjótarnir komust yfir innihaldi m.a. upplýsingar, að hluta eða í heild, um nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang, vegabréfsnúmer, reikningsupplýsingar, fæðingardag, kyn og fleira.

Marriott hefur komið upp vefsíðu þar sem viðskiptavinir geta nálgast upplýsingar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK