Microsoft verðmætast í heimi aftur

Microsoft er aftur verðmætasta fyrirtæki í heimi.
Microsoft er aftur verðmætasta fyrirtæki í heimi. AFP

Microsoft hefur steypt Apple af stóli sem verðmætasta fyrirtæki í heiminum og er nú aftur komið í fyrsta sæti, eftir fimmtán ára fjarveru.

Í lok viku mældist markaðsvirði Microsoft tæknirisans meira en 851 milljarður dala. Apple mældist með 847 milljarði dala. Apple skarar þó enn fram úr Microsoft á öðrum sviðum, svo sem í árlegum heildartekjum og hagnaði.

Hlutabréf í Apple hafa hríðlækkað síðan í október, um allt að 25%. Í umfjöllun BBC um þetta mál segir að það stafi meðal annars af því minnkandi sölu á snjallsímum og erfiðum markaðsaðstæðum sökum viðskiptastríðs við Kína.

Fjárfestar eru bjartsýnni fyrir Microsoft, sem leggur æ meiri áherslu á gagnageymslu í gegnum skýþjónustu. Apple, sem reiðir sig á neysluhegðun viðskiptavina, mun vera í verri stöðu.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir