Dohop valinn besti flugleitarvefurinn

Starfsfólk Dohop. Er þetta þriðja árið í röð sem Dohop ...
Starfsfólk Dohop. Er þetta þriðja árið í röð sem Dohop hlýtur þessa viðurkenningu. Ljósmynd/Aðsend

Íslenski flugleitarvefurinn Dohop var valinn besti flugleitarvefurinn (e. World’s Leading Flight Comparison Website 2018) við hátíðlega athöfn hjá World Travel Awards í Lissabon sl. laugardag. Er þetta þriðja árið í röð sem Dohop hlýtur þessa viðurkenningu.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu að samkeppnin hafi verið hörð að vanda,  enda séu  verðlaunin í hópi þeirra virtari sem sem veitt séu innan ferðaþjónustuiðnaðarins. Keppti Dohop við fyrirtæki á borð við Skyscanner og Kayak um verðlaunin, en auk Dohop hlutu fyrirtæki á borð við  Expedia, AirBnb og Uber einnig verðlaun.

„Þessi verðlaun eru ákveðin staðfesting á því góða starfi sem hópurinn hefur unnið í ár. Við höldum áfram að gera okkar besta við að hjálpa fólki að gera verðsamanburð á flugi og þriðja árið í röð fáum við viðurkenningu fyrir það,” er haft eftir Davíð Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Dohop, í tilkynningunni.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir