Samþykkja að veita Íslandspósti neyðarlán

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjárlaganefnd Alþingis afgreiddi breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar á fundi sínum í dag þess efnis að ríkissjóður fái heimild til að veita Íslandspósti einn og hálfan milljarð til að mæta fjárhagsvanda fyrirtækisins. 

Nefndin hefur haft málefni Íslandspósts til umfjöllunar í tengslum við afgreiðslu fjárlaga. Ingi­mund­ur Sig­urpáls­son, for­stjóri Ísland­s­pósts, sagði í sam­tali við mbl.is í síðasta mánuði lausa­fjárerfiðleika fyr­ir­tæk­is­ins vera viðvar­andi eins lengi og fyr­ir­tæk­inu er skyldað að veita þjón­ustu sem ekki hef­ur markaðsleg­ar for­send­ur. Þá sagði hann vandann einnig tengjast sam­drætti í bréf­send­ing­um milli ára.

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við Rúv fyrr í kvöld að lánið sé háð þeim skilyrðum að fyrirtækið standi við fjárhagslega endurskipulagningu og haldi þingheimi upplýstum um framgang mála. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir