Samþykkja að veita Íslandspósti neyðarlán

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjárlaganefnd Alþingis afgreiddi breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar á fundi sínum í dag þess efnis að ríkissjóður fái heimild til að veita Íslandspósti einn og hálfan milljarð til að mæta fjárhagsvanda fyrirtækisins. 

Nefndin hefur haft málefni Íslandspósts til umfjöllunar í tengslum við afgreiðslu fjárlaga. Ingi­mund­ur Sig­urpáls­son, for­stjóri Ísland­s­pósts, sagði í sam­tali við mbl.is í síðasta mánuði lausa­fjárerfiðleika fyr­ir­tæk­is­ins vera viðvar­andi eins lengi og fyr­ir­tæk­inu er skyldað að veita þjón­ustu sem ekki hef­ur markaðsleg­ar for­send­ur. Þá sagði hann vandann einnig tengjast sam­drætti í bréf­send­ing­um milli ára.

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við Rúv fyrr í kvöld að lánið sé háð þeim skilyrðum að fyrirtækið standi við fjárhagslega endurskipulagningu og haldi þingheimi upplýstum um framgang mála. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir