Verð á fólksbílum mun lækka

Boðað er að verð á nýjum bílum lækki.
Boðað er að verð á nýjum bílum lækki. mbl.is/​Hari

Vænta má þess að verðhækkanir á fólksbílum vegna vörugjaldabreytinga gangi að hluta til baka í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru á Alþingi í lok nýliðins mánaðar og tóku gildi síðastliðinn föstudag, 30. nóvember.

Helstu ástæður minnkandi sölu nýrra fólksbíla á árinu eru verðhækkanir vegna veikingar á gengi krónunnar og hækkun vörugjalda vegna breytinga á mæliaðferðum á útblæstri bíla. Ræður þar mestu samdráttur undanfarna þrjá mánuði.

Sala nýrra fólksbíla í nóvember var um 30% minni en í sama mánuði í fyrra, sem var langstærsta ár í sölu bíla frá upphafi. Í nýliðnum mánuði voru alls 722 bílar nýskráðir en voru 1.026 í nóvember í fyrra. Fyrstu 11 mánuði ársins voru 17.494 fólksbílar nýskráðir, 14,2% færri en á sama tímabili 2017. Salan þessa fyrstu ellefu mánuði ársins var þó nánast á pari við sama tímabil 2016.

Á vegum Bílgreinasambandsins er nú unnið að gerð reiknivélar þar sem notendur munu geta séð hver vörugjöldin verða á bifreiðum samkvæmt nýsamþykktum lagabreytingum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir