Sýn og Icelandair lækka

Tilkynnt var um ráðningu forstjóra Icelandair í morgun.
Tilkynnt var um ráðningu forstjóra Icelandair í morgun. mbl.is/Sigurður Bogi

Hlutabréf í Sýn og Icelandair hafa lækkað í viðskiptum í Kauphöllinni það sem af er degi. Fyrr í dag sendi Sýn frá sér afkomuviðvörun og lækkaði rekstrarhorfur í annað skiptið á einum mánuði. Icelandair tilkynnti í morgun að Bogi Nils Bogason hafi verið ráðinn í starf forstjóra fyrirtækisins, en hann hafði áður verið starfandi forstjóri frá því í ágúst.

Bréf í Sýn hafa lækkað um 6,18% í um 77 milljóna viðskiptum, en bréf Icelandair hafa lækkað um 4,08% í 94 milljóna viðskiptum. Bréf Icelandair tóku einnig talsverða dýfu í gær, en þá fór gengi bréfanna niður um rúmlega 9%. Gengi bréfa Icelandair er nú 7,75 krónur á hlut, en var 8,08 krónur á hlut í lok viðskipta í gær eftir að hafa lækkað úr 8,89 krónum á hlut frá lokun á föstudaginn.

577 milljóna viðskipti hafa verið með bréf HB Granda í dag, en verð bréfanna hefur hækkað um 0,29%.

Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut.
Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir