Sakar Íslandspóst um brot gegn sátt

Félag atvinnurekenda sakar Íslandspóst um að brjóta gegn sátt sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið í febrúar á síðasta ári en samkvæmt því bar því að reka félagið ePóst ehf. í dótturfélagi og jafnframt reikna markaðsvexti á skuld þess við móðurfélagið. Þessu hafi Íslandspóstur hins vegar ekki farið eftir sem sé skýrt brot gegn sáttinni.

„Þegar Íslandspóstur ákvað að fara ekki að ákvæðum sáttarinnar um að reikna vexti á lán móðurfélagsins til ePósts lá ekki einu sinni fyrir formleg ákvörðun stjórnar félagsins um að óska eftir samruna móður- og dótturfélags. Afstöðu eftirlitsnefndarinnar eða samþykkis. Samkeppniseftirlitsins hafði ekki verið aflað er ársreikningur ePósts var gerður og birtur. Þetta er sömuleiðis skýrt brot á sáttinni,“ segir enn fremur í fréttatilkynningu.

Þá hafi ákvörðun stjórnar Íslandspósts um samruna félaganna verið tekin án þess að leitað hafi verið álits eftirlitsnefndarinnar. „Ekki var leitað eftir slíku áliti fyrr en mörgum mánuðum síðar – og þá eftir að FA hafði kvartað undan brotum Póstsins á sáttinni. Fjölmiðlum hefur verið sagt að unnið sé að samruna ePósts og Íslandspósts, án þess að fyrir liggi afstaða eftirlitsnefndarinnar til þess samruna eða samþykki Samkeppniseftirlitsins, eins og sáttin kveður skýrt á um.“

Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að málið allt sé með ólíkindum en komi þó ekki á óvart enda ekki í fyrsta sinn sem Íslandspóstur hafi engu skeytt um sáttina við Samkeppniseftirlitið. Málið sýndi ágætlega þörfina á óháðri úttekt á fyrirtækinu. Þá hafi Félag atvinnurekenda efasemdir um að sáttin skili tilætluðum árangri enda þurfi þá að fylgja henni eftir. Kvörtun sen félagið hafi sent eftirlitsnefndinni fyrir 18 mánuðum hafi enn ekki verið afgreidd og á meðan haldi Íslandspóstur uppteknum hætti.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir