Framkvæmdastjórar kaupa og bréfin rjúka upp

Á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn.
Á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. mbl.is/Rósa Braga

Fimm framkvæmdastjórar Eimskips keyptu í morgun hlutabréf í félaginu fyrir samtals 200 milljónir króna og hefur verð á bréfum félagsins rokið upp í kjölfarið. Nemur hækkunin þegar þetta er skrifað um 8,5%. Tilkynnt var um viðskiptin til Kauphallarinnar, enda um fruminnherja að ræða.

Framkvæmdastjórarnir sem keyptu í félaginu eru Hilmar Pétur Valgarðsson, Bragi Þór Marinósson, Elín Hjálmarsdóttir, Matthías Matthíasson og Guðmundur Nikulásson. Öll kaupa þau í félaginu í gegnum einkahlutafélög sem eru 100% í eigu þeirra sjálfra og voru stofnuð nú í byrjun desembermánaðar.

Viðskipti með bréf Eimskips hafa samtals verið um 253 milljónir í dag, en viðskipti fimmmenninganna vega þar þyngst.

Bréf í Icelandair hafa lækkað um 5,6% í 87 milljóna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 7,68 krónur á hlut. Bréf Arion banka, Marel og Tryggingamiðstöðvarinnar hafa lækkað lítillega, en bréf annarra félaga í Kauphöllinni hafa hækkað.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir