Örn Þór ráðinn til Origo

Örn Þór Alfreðsson.
Örn Þór Alfreðsson. Ljósmynd/Origo

Örn Þór Alfreðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Viðskiptaframtíðar Origo og tekur hann til starfa á næstu dögum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir að Örn sé viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri i upplýsingatækni. Hann hafi lengi starfað sem framkvæmdastjóri hjá EJS og síðar hjá Advania þar sem hann hafi verið ábyrgur fyrir sölu og samræmingu markaðsmála fyrirtækisins. Síðast hafi hann starfað sem framkvæmdastjóri Glerverksmiðjunnar Samverk.  Þá situr hann í stjórn rekstrarfélagsins Virðingar.   

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir