Hvítbók frestað á ný

Hvítbókin um fjármálakerfið verður ekki kynnt fyrir helgi. Stefnt er …
Hvítbókin um fjármálakerfið verður ekki kynnt fyrir helgi. Stefnt er að því að kynna hana á mánudag.

Hvítbók um fjármálakerfið verður ekki kynnt í dag, en vonað var að hún myndi verða kynnt fyrir helgi. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu hefur verkið tafist vegna þess að lokafrágangur hafi tekið lengri tíma en áætlað var og að mörg mál liggja fyrir þinginu og stefnir í langan þingfund.

Upphaflega stóð til að starfshópur myndi skila verkefninu 15. maí.

Síðast á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja á þriðjudag nefndi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ræðu sinni að hvítbókin myndi vera klár fyrir helgi. Áður, eða 28. nóvember, hafði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagt a vonir stæðu til að hún myndi vera kynnt í þessari viku.

Fjármálaráðuneytið segir nú að kynningu hvítbókarinnar hafi verið frestað til mánudags 10. desember vegna þess að mörg mál eru á dagskrá þingsins og að lengri tíma hafi tekið að klára lokafrágang verksins.

Sagt var frá því í febrúar að starfshópur yrði skipaður til þess að vinna hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið, með vísan í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana.

Var hópnum gert að skila af sér 15. maí og hefur hann starfað undir formennsku Lárusar L. Blöndal, hæstaréttarlögmanns og stjórnarformanns Bankasýslu ríkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK