Landsframleiðsla jókst um 2,6%

Fólk á ferð í Kringlunni. Helstu drifkraftar hagvaxtar á á …
Fólk á ferð í Kringlunni. Helstu drifkraftar hagvaxtar á á þriðja ársfjórðungi 2018 voru einkaneysla og utanríkisviðskipti. mbl.is/​Hari

Landsframleiðslan jókst á þriðja ársfjórðungi þessa árs um 2,6% að raungildi  frá sama ársfjórðungi 2017. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 0,5% að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Einkaneysla jókst um 5,3% á tímabilinu og samneysla um 3,4%, en fjárfestingar drógust saman um 5,6%. Þá jókst útflutningur um 5,1% og innflutningur um 0,6%.

Voru helstu drifkraftar hagvaxtar á á þriðja ársfjórðungi 2018 einkaneysla og utanríkisviðskipti, séu tölurnar bornar saman við saman við sama tímabil fyrra árs

Landsframleiðslan jókst um 5% að raungildi á fyrstu níu mánuði ársins saman við sama tímabil 2017.
Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 4,3%, einkaneysla um 5,4%, samneysla um 3,5% og fjárfestingar um 2,7%. Þá jókst útflutningur um 4,1% og innflutningur um 2,4%.

Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla stóð hins vegar í stað að raungildi frá öðrum ársfjórðungi 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK