Lán lífeyrissjóða opin öllum

Lárus­ L. Blön­dal, hæsta­rétt­ar­lög­maður og stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins, leiddi starfshópinn …
Lárus­ L. Blön­dal, hæsta­rétt­ar­lög­maður og stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins, leiddi starfshópinn og kynnti efni hvítbókarinnar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið að skoðað verði að gera þá kröfu til lífeyrissjóðanna að bein íbúðalán verði opin öllum sem taldir eru lánshæfir óháð því hvort um sé að ræða sjóðsfélaga eða ekki.

Starfshópurinn sem stendur að baki hvítbókinni telur að skoða þurfi með hvaða hætti lífeyrissjóðir koma að húsnæðislánum. Hópurinn segir lífeyrissjóðina hafa aukið bein íbúðalán til heimila undanfarin ár og hefur það haft jákvæð áhrif á vaxtakjör.

Hins vegar sé einn helsti galli fyrirkomulagsins að lántakendum er mismunað á grundvelli stéttarfélags, búsetu eða menntunar. Þá er einnig nefndur skortur á samkeppni milli sjóða, að mati starfshópsins.

Fram kemur að með nýju fyrirkomulagi þar sem öllum er veitt aðgengi að lánum lífeyrissjóðanna, sé hægt að tryggja að lán yrðu veitt með því markmiði að ávaxta sparnað sjóðsfélaga á sem bestan hátt.

Jafnframt er talið að lækkun sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sé til þess fallin að minnka aðstöðumun milli sparisjóða og banka annars vegar og lífeyrissjóðanna hins vegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK