Veiking krónu örvar ferðaþjónustuna

Óblíð veðrátta letur ekki ferðamenn til útiveru í Reykjavík.
Óblíð veðrátta letur ekki ferðamenn til útiveru í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útlit er fyrir að næsta ár verði gott í ferðaþjónustunni. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segir að bókunartímabilið fyrir árið 2019 fari betur af stað en það gerði fyrir árið 2018.

„Það er engin ástæða til að mála skrattann á veginn,“ segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland.

Sævar tekur fram að næsta ár verði ekki jafn gott og árin 2015 og 2016 sem voru einstaklega góð í ferðaþjónustunni. Hann segir að vísbendingar séu um að eftirspurnin frá Evrópu sem dróst saman á þessu ári sé farin að glæðast í kjölfarið á veikingu íslensku krónunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Almennt má segja að ef evran kostar 140 krónur eða meira eru skilyrði til vaxtar í íslenskri ferðaþjónustu hagstæð. Ef gengið er mikið sterkara er síður raunhæft að greinin vaxi hratt á næstu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK