Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

Lagt til að fjárfestingasjóðum sé veitt aukið frelsi til þess …
Lagt til að fjárfestingasjóðum sé veitt aukið frelsi til þess að taka skortstöður og að viðskiptavakt bankanna verði efld með auknum heimildum fyrir stöðutökur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Meðal tillagna, sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins.

Lagt er til að fjárfestingasjóðum sé veitt aukið frelsi til þess að taka skortstöður og að viðskiptavakt bankanna verði efld með auknum heimildum fyrir stöðutökur.

Einnig er lagt til að einstaklingum verði gefið aukið frelsi til þess að ávaxta viðbótarlífeyrissparnað sinn og að fjárfestingum lífeyrissjóðanna verði komið inn í fjárfestingasjóði.

Jafnframt er lagt til að verði skýr aðskilnaður milli eignastýringar og reksturs bankastofnana og að erlendum langtímafjárfestum verði hleypt inn á íslenska fjármálamarkaðinn án bindiskyldu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK