Íbúðalánasjóður stofnar leigufélagið Bríeti

Bríet mun taka yfir eignir Íbúðalánasjóðs og einbeita sér að ...
Bríet mun taka yfir eignir Íbúðalánasjóðs og einbeita sér að langtímaleigu á landsbyggðinni. mbl.is/Golli

Íbúðalánasjóður hefur stofnað nýtt leigufélag undir nafninu Bríet. Mun félagið taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi sjóðsins í dag og reka leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina. Ákvörðun um þetta var tekin á stjórnarfundi sjóðsins í dag.

Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að meirihluti eignanna sé nú þegar í útleigu og tekur félagið yfir núgildandi leigusamninga í óbreyttri mynd. Rekstur félagsins er sjálfstæður og  ættu leigjendur eignanna ekki að verða fyrir neinni röskun að því er segir í tilkynningunni.

Tilgangur félagsins er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni og mun félagið leita samstarfs við sveitarfélög í þeim tilgangi. Soffía Guðmundsdóttir, sem áður var framkvæmdastjóri ráðgjafasviðs Íbúðalánasjóðs, mun stjórna Bríeti.

Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir að Bríet sé stofnuð til að vera viðbragð við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði sem birtist ekki síst í háu verði og skorti á leiguhúsnæði á landsbyggðinni. Hann telur að hægt verði að bæta gæði, auka framboð og draga úr kostnaði með því að sameinast um rekstur slíks húsnæðis í stærra félagi sem starfi í þessum tilgangi einum og hafi ekki hagnað að leiðarljósi, umfram það sem þarf til að sinna viðhaldi og endurnýjun húsnæðisins. Vísar Ásmundur í þá leið sem Finnar fóru til að vinna bug á húsnæðiskrísu.

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir