Apple reisir 53 hektara þekkingarþorp

Apple bætir verulega í en í Bandaríkjunum einum starfa 90.000 ...
Apple bætir verulega í en í Bandaríkjunum einum starfa 90.000 manns fyrir fyrirtækið. AFP

Apple kynnti í dag áform um að margfalda starfsemi sína í Austin, Texas. Fyrirtækið hyggst meðal annars fjárfesta einum milljarði Bandaríkjadala í byggingu nýs risaútibús í norðurhluta Austin, til viðbótar við hin tvö sem þar eru fyrir.

Þeir ætla að reisa nýtt þekkingarþorp svonefnt „campus“, orð sem tæknirisar hafa undanfarið fengið að láni frá háskólasamfélaginu. Hér er enda um að ræða risavaxna lóð sem hýsir nokkrar byggingar en fyrirhugað er að þorpið muni hýsa 5.000 starfsmenn fyrst um sinn en hátt í 15.000 er fram líða stundir. Nýja þorpið á þá að vera rekið aðeins með endurnýjanlegri orku.

Austin er stærsta nýlenda Apple utan höfuðstöðvanna í Cupertino í Kaliforníu. Í borginni starfa þegar 6.200 manns fyrir Apple og með þessari viðbót, sem á að vera um 53 hektara svæði, verður fyrirtækið stærsti einkarekni vinnuveitandi í þessari milljón manna borg. Í þorpinu verður fengist við ýmislegt, verkfræðistörf unnin og þjónustuver fyrir viðskiptavini starfrækt.

The Verge bendir réttilega á að tilkynning Apple um þessi áform er innlegg fyrirtækisins í háværa umræðu sem hefur verið um leit Amazon að góðri staðsetningu fyrir nýjar höfuðstöðvar. Þar hafa borgir keppst um að fá Amazon til sín.mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir